<$BlogRSDUrl$>

09 september 2005


Fyrir mörgum árum (þetta á árabilinu '97-'98) hélt ég litla vasabók sem ég skráði í daglegar hugsanir, drauma, sitthvað hversdagslegt bókhald og nokkrar hugmyndir að sögum og ljóðum, misgóðum og að mig minnir engum sem ég notaði. Svo týndist þessi bók en fannst aftur í flutningunum í vor sem leið. Ég held ég hafi haft mest gaman af að rifja upp síðustu færsluna úr bókinni, þessa stælingu hérna:Maður í þagnarbindindi
getur verið þegjandalegur

en hann er ekki þögn

Hann er ekki þögn
handa sprungnum hljóðhimnum

Hann er með teppalímband
sem strengt er aftur fyrir hnakkaAldrei neitt minna en feitt respekt til handa þeim sem kannast við fyrirmyndina.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com