<$BlogRSDUrl$>

16 ágúst 2005


Í spjalli við vinnufélagana yfir morgunkaffinu fleygði ég inn í umræðuna eftirfarandi tilvitnun:
This is this. This ain't something else. This. Is this.
Og það fallega var að hún meikaði fullkominn sens, það var ekki eins og ég væri að troða henni milli suðurveggjanna á samræminu. Þetta var akkúrat það rétta til að segja á þessum stað í spjallinu. Því til sönnunar: Samræðurnar héldu áfram í beinu framhaldi, og beindust inn á einhverjar allt aðrar brautir, eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Þannig gengur það, þegar allt gengur eins og það á að ganga.

Svo lauk þessu á annarri tilvitnun, ekki síðri, en ekki jafn beintengdri (enda ekki úr mínum eigin inséníala tranti):
Romani Ite Domum!

Eftir að ég settist við tölvuna rakst ég á blogg úti í heimi sem virðist hefja hverja færslu dagsins á tilvitnun í kvikmynd, og hvenær sé rétt að nota hana í samræðum. Þetta þykir mér góð og þörf hugmynd.

P.S. Sá sem veit hvaða hljómsveit samplaði tilvitnunina sem minnst var á í upphafi, og í hvaða lagi frá níunda áratugnum, á skilið að fá viðurkenningu frá mér.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com