<$BlogRSDUrl$>

24 ágúst 2005


Mér flaug í hug að Fréttablaðið væri kannski að klikka á að vinna vinnuna sína, þegar ég las forsíðufyrirsagnir dagsins yfir súrmjólkinni í morgun: "Erfitt reynist að ráða stuðningsfulltrúa við frístundaheimili borgarinnar: Ofvirk börn þurfa að bíða lengur."

Það fyrsta sem mér datt í hug var nefnilega að kannski liði grey börnunum bara eins og þau þyrftu að bíða lengur. Ofvirk börn væru jú ekki þessi þolinmóða týpa.

Í tengdum fréttum finnst mér furðulegt að DV hafi enn ekki bent á dálítið í dálkinum sínum, "Þeir eru skyldir." Það eru kannski ekki margir sem vita það, en Orri Páll Dýrason, trommuleikari Sigur Rósar, á ekki langt að sækja hæfileikana. Faðir hans átti nefnilega farsælan feril sem trommari í Hljómsveit Dr. Tanna, Rafmagnaðri upplausn (Dr. Tooth's Electric Mayhem), á áttunda áratug liðinnar aldar.

Ég held ég sé bara í ágætu skapi í dag.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com