<$BlogRSDUrl$>

23 ágúst 2005


Mos Def. Mér finnst Mos Def flottur. Ég hef ekkert heyrt af tónlistinni, en ég hef séð hann leika í nokkrum myndum, nú síðast í gærkveldi í Veiðimanninum.

Ég á enn eftir að sjá hann standa sig neitt minna en mjög vel.

Og myndin var góð.

Við hjónin höfum annars séð nokkrar víðgesjónsmyndir í og eftir sumarleyfi. Vélamaðurinn var ágætur, og sérstaklega var hrein hörmung að sjá Christian Bale - hann var óhugnanlega sannfærandi í hlutverki manns sem hafði hvorki étið né sofið í eitt ár samfleytt.

Annars get ég ekki sagt nema gott eitt um þær myndir sem við höfum séð. Tuttugogeitt gramm var ágæt. Þorpið var mun betri en ég átti von á. Ég hafði heyrt misjafnar sögur af myndinni, en ég á bágt með að skilja af hverju.

Heimur undirdjúpanna með augum Steve Zissou kemst næst því að vera vonbrigði, af þeim sem ég man eftir að hafa séð síðustu mánuðina. En samt varla. Kærulaus húmor fór góðan spöl með að bæta upp fyrir vafrandi söguþráð, ómarkvissa framvindu og höktandi tempó. Og það er alltaf gaman að heyra Starálfinn.

Ég myndi blogga um sjónvarp ef ég horfði á það. Jú, það er einn þáttur. Við hjónin gerum okkar besta til að missa ekki af Skrúbbi á fimmtudagskvöldum.

Samt missti ég af honum síðast.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com