<$BlogRSDUrl$>

15 ágúst 2005


Kannski ætti maður að tjá sig um ástandið í þjóðfélaginu (b.f. ýmist "þjó-félaginu" eða "þjóf-félaginu," eftir því hvernig fólk hneigist) í dag. Einhvern daginn. En sá dagur er ekki í dag.

Kannski verður sá dagur í dag dagurinn á morgun. Kannski dagurinn þar á eftir. Kannski bara ei meir - þetta gerist ekki oft, að ég þori að tjá mig um þjóðmálin. Í það minnsta ekki í dag.

Í dag er dagur fyrir fréttir af fjölskyldunni, nánar tiltekið einum litlum sjúkum púka sem lagðist í morgun undir hnífinn í fyrsta sinn á sinni tveggja ára æfi og lét fjarlægja úr sér nefkirtlana. Sjálfur var ég fjarverandi, en frúin hermdi mér að sú litla hefði staðið sig eins og hetja.

Það virtist tölvert af henni dregið þegar ég skutlaðist með þær mæðgur heim í hádeginu.

Svo á eftir fer ég og næ í þá eldri á leikskólann - dagurinn í dag sá fyrsti eftir sumarfrí frá þeim bænum. Hún var búin að fá alveg yfrið nóg af því að hanga með hyskinu og lét síðustu dagana móðan mása um það hversu mjög hún saknaði vinkvenna sinna af leikskólanum.

Svo það verður gaman að heyra í henni hljóðið á eftir.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com