<$BlogRSDUrl$>

12 ágúst 2005


Gullfallegt veður í dag. Af því tilefni hyggst ég veita einum ógæfunnar ölmusumanni beiningar og bjóða honum uppá rjúkandi kaffibolla í lok vinnudags.

Fyrsta vinnuvika haustsins hefur annars farið hægt af stað; það er eins og ég sé varla hrokkinn í gírinn ennþá. Enda er enn eitthvað útistandandi af þeim vinnufélögum sem halda mér hvað helst við efnið dagsdaglega.

Þetta er allt að koma.

Pælingum gærdagsins hefur verið fleygt í rafrænt rusl í bili. Þetta er líka ágætt svona. Annað sem þó þótti gefa betri raun fer einnig lægra en áður.

Og lýkur þá dylgjum dagsins, og öllum þeirra hálfkveðnu vísum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com