<$BlogRSDUrl$>

30 ágúst 2005


Ég hef aldrei lagt í vana minn að búa til lista fyrir bloggið mitt. En það er aldrei of seint að byrja. Og kjörið tækifæri þá loks þegar maður hefur engar skárri hugmyndir. Svo ég ákvað að stela hugmynd sem ég sá annarsstaðar og setja saman lista yfir það sem ég þoli hvað síst, af því sem flestum öðrum finnst þolanlegt. Þetta er sennilega ekki tæmandi listi, bara svona það sem kom fyrst upp í hugann. Ég þurfti reyndar að streða dálítið til að fylla tuginn, svo kannski yrði hann ekkert mikið lengri en þetta. Nóg um það.

Tíu hlutir sem flestum finnst í góðu lagi en mér finnst lítið til koma (í engri sérstakri röð):

1) Myndir sem byggja á atburðum sem gerðust í alvörunni.
- Based on a True Story. *Brrrrr*
2) Snilld.
- Það vill segja, orðið. Ofnotkunin reið þessari merkingarlausu hörmung í gröfina.
3) Kvenspæjarastofa númer eitt.
- Hún bara greip mig ekki. Því miður.
4) Jeppar.
- Og þeir sem kaupa þá, auðvitað.
5) Fólk sem krefst harðari refsinga við glæpum.
- Bæði almennt (engar undantekningar), en sérstaklega hvað varðar
6) Dauðarefsingar.
- Meira umburðarlyndi getur af sér öruggara þjóðfélag. Ef einhverjir eru ósammála þarf að berja það úr þeim.
7) Þágufallssýki.
8) Njú-Metall.
9) Linmælgi.
10) Fólk með Sirrý.

Að lokum vil vekja sérstaka athygli á fjarveru Hér og nú, Séð og heyrt og Megasar af listanum. Þau komust sko ekki nálægt.

Á morgun: tíu hlutir sem ég held uppá, hvað sem hver segir. Bara svona til mótvægis.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com