<$BlogRSDUrl$>

09 ágúst 2005


Fríinu er lokið. Mig langar ekki neitt sérstaklega til að tala um það. Ekki fyrir það að það hafi ekki verið ánægjulegt. Þvert á móti. Mér fyndist það bara eitthvað svo tepokalegt.

Læt þó getið að fríinu lauk með hinum fínasta ruslatunnuendi: Magnús dró mig með sér að hitta Einar vin okkar Hafberg upp úr kvöldmatnum í gærkveldi og við drukkum bjór og spiluðum ballskák fram yfir miðnættið. Svo tók vinnan aftur við í morgun.

Kannski ég rekji sumarfríið bara afturábak, lið fyrir lið, eftir því sem ég nenni.

Mér er farið að lítast ágætlega á þetta kommentakerfi sem bloggerinn býður uppá og margir hafa notað lengi sér til ánægju (eða óþæginda, í einhverjum sjálfhælnum tilvikum). Mig langar dálítið að skipta því út fyrir geislabaugsskannið en hef ekki fundið út hvernig ég kem því fyrir án þess að gjörbylta öðru útliti á síðunni. Því nenni ég síður - hef ekki gert það nema einu sinni áður og er ágætlega sáttur við hlutina eins og þeir eru, takk fyrir.

Hef annars veitt því athygli að þeir sem nota frasann "þú sýnir þroskamerki" í rökræðum við aðra eru upp til hópa rindlar og vonlaus merkikerti.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com