<$BlogRSDUrl$>

31 ágúst 2005


Þessi var léttur. Það virðist vera ansi margt sem ég kann að meta þótt fáir aðrir geri það. Hér eru tíu dæmi af handahófi:

1) Kús-kús.
- Ég gæti fyllt listann með þeim mat sem ég kann vel að éta en enginn í kringum mig. Kús-kús stendur uppúr.
2) Goth.
- Ég hef alltaf verið svag fyrir tónlistinni. Og tískan er dáldið krúttleg líka, þótt hún henti mér ekki hvunndags.
3) Strætó.
- Konseptið sem slíkt, og líka
4) Nýja leiðakerfið.
- Það er margt gott við það. Það á eftir að batna enn frekar þegar vankantarnir sníðast af því.
5) Dauði.
- Þessi sem vitjar okkar allra, einhverntíma. Það er eitthvað mjög fallegt við hann.
6) Íslenskt eldhús.
- Grófhakkaðir hrossasperðlar eru herramannsmatur. Einnig sigin grásleppa. Og Þorrinn rúlar. Feitt.
7) Íslensk fyndni.
- Sem minnir mig á að endurvekja dag íslenskrar fyndni. Synd að hann skyldi detta uppfyrir síðast.
8) Jón Leifs.
9) Ferskeytlur og alþýðukveðskapur.
10) Kórtónlist.

Ég er að velta fyrir mér þremur listum í viðbót, fyrst ég er að þessu: það sem mér finnst jafn ömurlegt og öllum öðrum; það sem mér finnst jafn sætt og öllum öðrum, og tíu umdeildir hlutir sem ég veit ekki hvort ég á að elska eða hata. En ég þarf kannski að liggja aðeins meira yfir þeim.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com