<$BlogRSDUrl$>

05 júlí 2005


Sú yngri er tveggja ára í dag. Við erum lítið heimavið þessar helgarnar, svo það verður haldið upp á daginn með léttu kaffiboði fyrir nánustu fjölskyldu eftir vinnu.

Hún fór í tveggja ára hjartaskoðun í vikunni sem leið. Opið milli sleglanna og hitt milli gáttanna eru hvártveggju gróin og gufuð upp, svo hjartað hennar er orðið heilbrigt og hraust. Fósturæðin hleypir reyndar enn í gegnum sig, en það á ekki að þurfa að há henni neitt á næstu árum.

Ekki er aðeins allt gott sem endar vel, heldur er hitt í góðu lagi líka, það sem enn er ekki gengið yfir að fullu.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com