<$BlogRSDUrl$>

01 júlí 2005


Fór á tónleika í gærkveldi með Magnúsi, Óla, Eygló og Hafdísi. Við hittumst heima hjá okkur og löbbuðum svo bara út í Egilshöll. Þetta var magnað.

Ég var hrifnari af Leaves en fólkið í kringum mig. Og svo virðist sem stór hluti af því að fíla karlana í Duran Duran hafi falist í því að vera nógu nálægt sviðinu. Eða kannski höfum við Magnús bara svona deprímerandi áhrif hvor á annan og aðra í kringum okkur þegar við komum saman og þykjumst vera gáfulegir og kúl. Þetta var þó hin ágætasta skemmtun, fyrir utan að þeir hefðu eftilvill mátt spila minna af leiðinlegum lögum um miðbikið.

Ég uppgötvaði mér til óvæntrar ánægju að Come Undone og Ordinary World eru hvorttveggja mjög góð lög. Ég hafði bara aldrei hugsað út í það áður. Og að Wild Boys er hreint ekki það hrat sem ég var frá fornu fari búinn að bíta í mig að það væri. The Union of the Snake gerði sig á hinn bóginn ekki alveg.

Gaman að þessu.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com