<$BlogRSDUrl$>

04 júlí 2005


Fjölskyldan eyddi helginni í Skorradalnum á svokölluðu Döffmóti, landsmóti heyrnarlausra. Það var alveghreint ágætt. Önnur útileguhelgin í röð, og sú þriðja í uppsiglingu.

Á laugardagskvöldinu var varðeldur og kvöldvaka. Þar varð ég sjálfum mér til skammar með snautlegri frammistöðu í tyrkneska símanum, sem að sjálfsögðu var látinn ganga á táknmáli. Skemmtilegasta uppákoman var þegar maður kom gangandi eftir veginum, neðan frá ströndinni eða hinumegin úr dalnum, inn í þröngina og spurði hvort ekki væri hægt að kaupa sér bjór hérna. "Er þetta ekki bjórhátíð?" Það kom dálítið á hann þegar hann uppgötvaði að þarna var bara samsafn af heyrnleysingjum og aðstandendum þeirra, og hafði hver nóg með sitt eigið í bjórdeildinni.

"Jahérnahér," sagði hann og settist niður, vonsvikinn eftir gönguna. "Ég sem hélt að hér væri Duff-mót."
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com