<$BlogRSDUrl$>

01 júlí 2005


Birta vikublað, nú í morgunsárið: Eldri afurðin er í einkaviðtali á blaðsíðu 28 um múmínkex, ættarmót, útlönd (og Þýskaland) og gubb, svo fátt eitt sé nefnt. Og þessi líka sæta mynd af henni í hafi af brennisóleyjum, eins og hún sé einhversstaðar uppi í sveit, en ekki í Grafarvogi.

Fyrir nokkru buðum við Magnúsi og kærustunni hans í mat, henni Brynhildi. Hrefna sá um að hafa ofanaf fyrir gestum meðan foreldrarnir stússuðust. Og virðist hafa sinnt hlutverki sínu með slíkri prýði að nokkrum dögum síðar hringdi kærastan og spurði hvort hún mætti ekki taka viðtal við dóttur okkar: það væri hreinasti glæpur að láta alþjóð fara á mis við visku hennar og speki stundinni lengur. Við hjónin sögðum bara "nautahakk, namm og takk," en þegar við færðum stelpunni tíðindin tók hún af okkur öll völd og krafðist þess að fá að sjá um og upparta sitt eigið kaffiboð sjálf, takk fyrir. Svo þegar stóri dagurinn kom var ég rekinn fram í stofu (frúin var að heiman) meðan dætur mínar tvær sátu með blaðakonunni inni í eldhúsi í hrókasamræðum, drukku mjólk úr dúkkustellskaffibollum og snæddu múmínkex meððí.

Og þetta er afraksturinn.

Stoltur af minni.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com