<$BlogRSDUrl$>

15 júní 2005


Sólin skín, fuglarnir syngja og ég er í stuttbuxum í vinnunni. Þetta gerir daginn í dag að góðum degi í minni bók (þótt ég sverji ekki fyrir bækur vinnufélagana sem þurfa að horfa upp á loðna spóaleggina á mér).

Ekki alveg eins gott er að ég er í allan morgun búinn að vera með tvö lög á heilanum til skiptis: Menningarrúnkið Í vesturbænum og svissnesku Evróvisjónhörmungina Celebrate.

Þá þægi ég nú frekar eitthvað með Megasi.

Nóg um það. Ég er farinn út í sólskinið. Ég ætla að gefa blóð og kaupa miða á tónleikana með Anthony and the Johnsons, ef þeir séu ennþá til í 12 tónum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com