<$BlogRSDUrl$>

30 júní 2005


Já sumsé, ég hef fyrir því öruggar innanbúðarheimildir að ég eigi afurð í vikublaðinu Birtu sem mun fylgja Fréttablaðinu á morgun. Ég ætla að láta vera að útlista hvusslags og af hvaða tilefni, auk sögunnar af því hvernig þetta kom til alltsaman, þangað til ég hef séð þetta sjálfur á morgun, svart á hvítu. Og í lit.

Látum ekki fara á milli mála að ég er ljómandi góðu skapi í dag. Got some money in my khakis and I know I'm gonna spend it right. Í kvöld fáum við fullt af gestum í mat, og svo verður hópferð á Duran Duran í Egilshöll. Gott að vera í göngufæri frá stórviðburðunum.

Þetta bar brátt að, hvað mig varðaði. Magnús hafði samband við mig um helgina og sagðist eiga ónýttan miða þar sem kærastan kæmist ekki með honum. Svo ég sagðist bara glaður slást með í för og vera tíkin hans. Það verður eflaust gaman að sjá þá, fauskana. En ég er ekki síður spenntur fyrir því að sjá hvernig Leaves gera sig á tónleikum. Ég held mér lítist ágætlega á það sem ég hef heyrt af nýju plötunni þeirra.

Ég ætla ekki að vera með neina nostalgíu hérna, í tilefni dagsins. Á sínum tíma nennti ég hvorki að æsa mig yfir Wham né Duran Duran, en þótti sem hvorir hefðu til síns ágætis nokkuð. Sjálfur var ég þá byrjaður að laumast í plötusafn stóra bróður, og því hallari undir meira obskúr bönd en jafnaldrarnir: furðulegar óþekktar hljómsveitir eins og Talking Heads, Prefab Sprout og B52's.

Og hver man sosum eftir þeim í dag.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com