<$BlogRSDUrl$>

26 maí 2005


Við hættum snemma í íbúðinni í gærkvöldi, fljótlega upp úr klukkan tíu. Ég gerði mér góðar vonir um að geta einu sinni farið snemma að sofa og náð fullum svefni yfir nóttina, en svo lentu þau plön öll í uppnámi þegar ég datt inní þátt um Brian Wilson og gerð plötunnar Smile á RÚV. Það var heillandi áhorfs. Maður fékk reyndar á tilfinninguna að kannski væri verið að gera minna úr hlutverki hressilegrar dópneyslu í því hvernig fór með plötuna í fyrstu atrennu en efni stóðu til. En sagan af því þegar þráðurinn var tekinn upp á ný 35 árum seinna var heillandi á að horfa. Greinilegt að þetta var allt annað en létt verk fyrir karlinn, þjakaðan af áralöngu þunglyndi, kvíðaköstum og vonbrigðum yfir því hvernig fór í fyrstu atrennu. Að sjá hann til augnanna þar sem hann sat og svitnaði í litlum stól útí horni fyrir frumflutninginn var átakanlegt. Og greinilegt þegar Sir Paul McCartney kom og tók í spaðann á honum að hann langaði mest til að grafa sig oní holu einhversstaðar.

Kvíði er ekkert grín.

Þetta var sumsé hið fínasta drama, að sjá karlkvölina fá uppreisn æru eftir öll þessi ár. Og diskurinn er alveghreint skítsæmilegur, svo ég kveði ekki fastar að orði.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com