<$BlogRSDUrl$>

12 maí 2005


Ég var skriðinn upp í rúm í gestaherberginu í gærkveldi þegar frúin mætti askvaðandi í gættina og pískraði eins hátt og hún þorði án þess að vekja dæturnar að "þátturinn með henni Svansý [væri] að byrja." Nú vitaskuld varð maður að tékka á því hvað allt fjaðrafokið átti að fyrirstilla og dró sjálfan sig fram í sófa til að góna á herlegheitin.

Og ég verð bara að segja það alveg eins og er: mér er fyrirmunað að skilja hvaða stormur þetta var í vatnsglasinu um daginn. Mér fannst hún Svansý standa sig með stakri prýði, vera "landi og þjóð til sóma" (Oh, brother), og koma bara mjög skemmtilega fyrir. Ef einhver ætti að skammast sín fyrir þá mynd sem var dregin upp af Íslandi í þessum Ópruþætti þá væri það sá sem (d)reit hörmungina sem hún Þórunn var látin fara með í intróinu. Ekki svo mjög um skemmtanagleðina (þótt ég hafi vissulega ygglt mig yfir Party Capital hæpinu) heldur miklu frekar yfir skáldskapnum um það að hægt væri að finna jökla, fossa, eldfjöll og leðjuspúandi hveri "right next to each other," og allt fyrirfyndist þetta í sama bakgarði og Bláa Lónið, þar sem allir Íslendingar böðuðu sig á hverjum degi, enda var varla hægt að skilja hana öðruvísi en svo að það væri eina sundlaugin á gervöllu landinu. Þætti sem var ætlað að fræða banderískar húsmæður um það hvernig lífið væri fyrir íslenskar stallsystur þeirra (og aðrar, víðar um heim) var snúið upp í snautlegt auglýsingamyndband fyrir Icelandair Group Inc.

Gimja breik, for kræng át lád.

En framkoman var Svansý til sóma. Hún dró úr frekar en að bæta í, og kom vel fyrir í alla staði.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com