<$BlogRSDUrl$>

10 maí 2005


Ég er búinn að vera með króatíska lagið á heilanum meira og minna síðan ég heyrði það fyrst. Sem er ótvírætt merki um að það eigi að vera öruggt með sæti í úrslitunum. Balkan-andinn svífur yfir laglínum (og glerkúplum) og etnísku hljóðfærin ríða röftum. Formúlan er örugg og getur ekki klikkað. Mér þykir lagið ekki alveg eins gott og það er sigurstranglegt, en býsna gott engu að síður. Hann Bóris á eflaust eftir að komast langt á Lado-hagkerfinu sínu.

Ég á mjög erfitt með að ákveða mig hvað mér finnst um búlgörsku öngstrætisstrákana í Kaffe. Það var ekkert beinlínis vont við þetta hjá þeim. Bara... óinteressant. Það vantaði svo sárlega eitthvað páer í þetta númer að þeir voru eiginlega meira svona De-Kaffe. Mér þykir yfirmáta líklegt að þessir súkkulaðihúðuðu kaffibaunadrengir verði skildir eftir úti í rigningunni eftir undanúrslitakvöldið.

Álit mitt á írska framlaginu er hins vegar skýrt. Hvílík hörmung. Írar stefna hraðbyri í að fá sinn skammt af Jeminneini-bömmernum. Hálfgerð synd, því þessir krakkar virðast vera vænstu skinn. Ætli þau hafi taugar í grjótharðan veruleikann, þessi grey? Eru ekki einhver aldurstakmörk á keppendum í Evróvisjón? - Lillabró McCaul virtist ekki sprottin grön, og ekki einusinni trúlegt að fjölskyldustellið sé gengið niður. Púff. Á maður virkilega að trúa því að þessir krakkar geti frætt públíkúm um leyndardóma ástarinnar? ("Love can make you happy, Love can make you cry...") Svo tók steininn fyrst úr með yfirmáta hallærislegu Riverdance millispili. Gimja breik krakkar mínir. Gimja pissubreik.

Eða nei annars, allt við þetta lag er svo vont að það er algjört skylduáhorf - þetta er núllstillingin sem allir verða að sjá til að meta hin lögin útfrá.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com