<$BlogRSDUrl$>

03 maí 2005


Af hverju komu Belgar ekki til okkar? Af hverju lærir fólk ekki af reynslunni?

Væ, ó, væææ!

Það þýðir ekkert að senda Jónsa með páerballöðu í Evróvisjón. Sama hvað hann syngur vel. Sama hvað jakkinn er hvítur. Og sama hvað hann þenur á sér bláæðarnar á hálsinum þegar hann hittir á háu tónana. Þetta bara þýðir ekki. Við erum búin að prófa það. Af hverju komu Belgar ekki til okkar?

Eistarnir kunna þetta hinsvegar: Senda bara fjórar, nei fimm skríkjandi smástelpur (er tilviljun að minnst er á Spice strax í fyrstu línunni?) sem garga lagleysu yfir hægðatepptum Katarina-And-The-Waves trommutakti með athyglisbrest. Sjálfum finnst mér eistneska lagið í ár þeirra lélegasta frá upphafi. Ég hef undantekningarlaust verið hrifinn af eistnesku lögunum í gegnum tíðina. Þetta framlag kemst til dæmis ekki í hálfkvisti við lagið í fyrra. En því gæti samt átt eftir að vegna betur. Sorglegt en satt. Foreldrar: hafið rítalínið við hendina.

Ég hef tjáð mig áður um norsku glysbyltinguna í ár, og hef ekki miklu við að bæta. Yndislegur entrans. Það hefur lengi vantað meira rokk í þessa keppni. Og eitís-glimmerrokk er sko aldeilis skárra en ekkert.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com