<$BlogRSDUrl$>

22 apríl 2005


Sannleikurinn hefur enga þýðingu.

Jamm, við fórum í bíó í gærkvöldi, við hjónin. Og í tilefni af því að það er nokkuð sem við höfum ekki gert hér í henni Reykjavík síðan í desember 2003, og þar sem IIFF 2005 er enn á fullu, stokkfull af sjaldséðum gimsteinum í kvikmyndasorpinu, þá fórum við að sjálfsögðu á splunkunýja risavaxna banderíska spennumynd með Nicole Kidman og Sean Penn.

Klippt á: miðaldra norðlensk hjón sem standa við miðasöluna í Kringlubíói.

Miðasölustúlka: Gersovel. Næsti gersovel?
Frú: Já halló, ég ætla að fá fjóra miða á "Túlkinn."
M: Haa?
F: Fjóra miða á "Túlkinn," takk.
M: Hvað segiru?
F: Fjóra miða á "Túlkinn." TÚLLLKINNN!
M: (starir í forundran)
Herra: Fyrirgefðu fröken, en það sem frúin er að reyna að segja er að við viljum fá fjóra miða á "Ðííí Ennntaaapwetaaah," eða "Túhlhl-ginn," eins og þið segið hérna fyrir sunnan.
M: Já, ógei, þa gera þrjúsundotvöndruð.
H&F: Takk fyrir.
M: Gersovel. Næsti gersovel?

Trú storí.

Myndin kom mér annars skemmtilega á óvart: Þetta er mjög. Góð. Mynd. Smávægilegir hnökrar í handritsframvindu og klisjur í persónusköpun fyrirgefast vegna frábærlega vel skrifaðra samtala og vellukkaðrar sívaxandi dramatískrar lágspennu, auk þess hvernig myndin kemur til skila sterkum mórölskum boðskap (og óvenjulegum, úr þessari áttinni) án þess að leysast upp í væmnar siðapredikanir.

Ég var svo ánægður með Túlllkinn að ég skipti út fyrra mottói síðunnar fyrir eina af fjöldamörgum minnisstæðum tilvitnunum úr henni.

Og já, gleðilegt sumar, bæðövei.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com