<$BlogRSDUrl$>

06 apríl 2005


Ég ætlaði nú að þegja yfir Evróvisjón þartil vertíðin kæmist á fullt. En ég bara get ekki orða bundist.

Alltof lengi hefur sítt-að-aftan, spandexklætt og galvaníserað iðnaðarrokk verið útlægt úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva! En það er ei meir! Yfir tuttugu ára langri eyðimerkurgöngu iðnaðarrokks er nú loks lokið! Síðasta vígið er fallið! Evróvisjón er komin með báða fætur kyrfilega inn í níunda áratuginn!

Ég er sumsé kominn með nýtt lag á heilann, og það ekki af lakara tæinu. Rétt í þessu heyrði ég norska Evróvisjónlagið í ár: "In my Dreams," með krydd-drengjunum í Wig Wam.

Þarna fara greinilega miklir músikantar. Torfinn má sko alls ekki missa af þessu. Ekki spillir svo fyrir að einhverjir þeirra hafa brýnt rokk-klærnar í norsku ofurgrúppunni "Arsch" með ekki ómerkari manni en Eric Hawk.

Ég hef ekki heyrt svona skemmtilegan metal áratugum saman, og slíkar og þvílíkar textasmíðar hafa ekki sést síðan A-ha hurfu af vinsældalistunum:

Come on, come on, come on
Love is all over me...


Húrra fyrir Wig Wam strákunum: Teeny, Sporty, Glam og Flash!

Heja Norge!
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com