<$BlogRSDUrl$>

07 apríl 2005


Það er athyglisverð frétt á moggavefnum um rannsókn á meintum tengslum ofbeldishneigðar barna við það hve mikið þau horfa á sjónvarp. Það sem reynt er að spila upp þar er að sjálfsögðu sú flokkslína að of mikið sjónvarpsgláp geri börnin okkar að ofbeldisseggjum. En það athyglisverðasta finnst mér vera að samanburðarhópurinn í þessari rannsókn virtist geta horft á sjónvarp í allt að þrjár klukkustundir á dag, án þess að það ýtti undir ofbeldishneigð barnanna svo neinu næmi.

Þrjár! Klukkustundir! Á dag!

Og ég sem hafði áhyggjur af því hvort sú eldri okkar horfði of mikið á sjónvarpið - mér sýnist að dagsmeðaltalið hennar yfir vikuna sé á bilinu einn til einn og hálfur tími, topps.

Krakkar sem horfa á sjónvarpið fimm tíma á dag - það er varla mikill tími til að eiga samskipti við foreldra sína þess fyrir utan, er það nokkuð? Held nú varla. Gæti jafnvel trúað að veslings krakkarnir snúi sér að sjónvarpinu fyrir það eitt að foreldrar þeirra gefa sér ekki tímann til að tala við þau.

Mér sýnist augljós túlkun á þessum niðurstöðum nefnilega vera að krökkkum sé fyrst og fremst nauðsynlegt að eiga í samskiptum við foreldra sína (les: þau séu alin upp) í að minnsta kosti tvær klukkustundir á dag, að meðaltali, og það hversu mikið þau horfi á sjónvarpið þess fyrir utan skipti bara hreint anskotann engu máli.

Svo ég snúi útúr frægu slógani: Sjónvarp skemmir ekki börn! Foreldrar skemma börn!

Eða ögn skár orðað: Það er ekkert til sem heitir of mikið sjónvarpsgláp. Bara of lítið uppeldi.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com