<$BlogRSDUrl$>

28 apríl 2005


Enn á ég eftir að rifja upp með sjálfum mér lokaskammtinn frá síðasta laugardagskvöldi. Enda er sosum nóg gáfulegra við tímann að gera þessa dagana.

Það sér fyrir endann á kjallaramálum: Múrarar koma til að skoða hvað gera þarf á eftir. Þetta verður naumt, að koma öllu í stand í tæka tíð.

Um helgina fáum við okkur gám og berum út í hann. Svo höfum við kvöldin þar á eftir til að þrífa (og ganga frá kjallaranum). Þar á eftir er ein og hálf vika í afhendingu á nýju íbúðinni, og einhver kvöld þar á eftir munu fara í að mála og (etv) korkleggja. Sennilega verða þetta í allt þrjár vikur sem við munum búa inni á gafli hjá tengdó.

Mikið verður gott þegar þetta verður búið.

Afsakið útúrdúrinn. Næst mun ég fjalla um eitthvað sem skiptir mig engu máli.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com