<$BlogRSDUrl$>

19 apríl 2005


Byrjum á að óska til hamingju með daginn.

Einnig vil ég, í tilefni af því að ekki eru nema tveir dagar til sumars (ég heyrði spóa vella í Vatnsmýrinni í morgun), segja að mér finnst Wulff og Morgenthaler venju fremur fyndnir í dag.

Þess fyrir utan er ég í betra skapi yfir kjallaranum í dag en í gær. Við tókum upp hellurnar á stéttinni fyrir framan á laugardaginn, dúklögðum og drenuðum. Og ég fæ ekki betur séð en það hafi virkað laglega: vatnsborðið hefur lækkað jafnt og þétt frá því á sunnudagskvöldi, þrátt fyrir stanslausar beljandi rigningar frá því á laugardaginn. Maður er jafnvel farinn að vona að þetta verði bara allt í lagi.

Frúin mætti á okkar fyrsta húsfund á nýja staðnum í gærkveldi. Þetta virðast vera ágætis nágrannar (og blessunarlega starfandi húsfélag).

Slæmar fréttir sem ég fékk í vinnunni í gær reyndust hreint ekki svo slæmar þegar upp var staðið og aðeins búið að pústa. Vitaskuld allt á örsmáum skala miðað við heildarmyndina hvort eð er, svo hverjum er ekki sama.

Svo, fínn dagur, í það heila tekið.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com