<$BlogRSDUrl$>

21 mars 2005


Já nú styttist í það lasm. Ekki nema rétt rúmir tveir mánuðir til stefnu, og vinningsframlag Íslendinga kynnt til sögunnar hjá Gísla Marteini á laugardagskvöldið var.

Liiitl.

Nú skilst mér að útlendum gúrúum í bransanum þyki alltaf sérdeilis spennandi að heyra hvað Ísland sendi til leiks í Evróvisjón, því það sé alltaf svo allt öðruvísi en það sem allir aðrir eru að gera. Sem ætti að koma okkur á óvart, þar sem mér finnst við alltaf (eða, með einni undantekningu) vera að reyna að "hitta inn í formúluna." Þetta er keppni. Og litla Ísland er að þessu til að vinna, ekki til að vera skemmtilega öðruvísi en hinir.

Og það leynir sér ekki að í ár á að vinna - formúlan er tekin með trompi. Etnísku balkanáhrifunum fleygt yfir sveittasta júrótrassbítið (fáðu þér sopa af Eurozade elskan) og föngulegur hópur af stúlkum sendur utan með henni Selmu til að skekja sig undir áhrifskaflanum í sólóinu.

Svo hvernig finnst mér, hafi nokkur áhuga? Nú hef ég ekki heyrt þetta lag nema tvisvar, og ekkert af samkeppninni, en þetta á eflaust eftir að standa sig skammlaust. Jafnvel fara á úrslitakvöldið, ef vel kemur út. Þetta verður varla neitt Angel-fíaskó. En ég efast um að hún Selma endurtaki leikinn frá því síðast.

En allar svona pælingar ættu vitaskuld að bíða þess að maður heyri allt hitt. Og sjái. Meira um það þegar þar að kemur.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com