<$BlogRSDUrl$>

23 mars 2005


Á Hlemmi í morgun tók mig tali maður sem vildi forvitnast um hvað ég væri að lesa. Ég fræddi hann á því: Vetrarferðina eftir Ólaf Gunnarsson. Þá spurði hann mig hvort ég hefði lesið Belladonna-skjalið, eins mikill bókamaður og ég augljóslega væri. Ég játti því. Þá fræddi hann mig í löngu máli um það að sú bók væri ekki aðeins alveghreint frábær, heldur ofaníkaupið öll byggð á sönnum atburðum; þetta hefði allt saman meira og minna átt sér stað í alvörunni. Það stæði meiraðsegja utan á bókarkápunni; hann hefði lesið það. Svo ræddum við það um stund hve merkilegur andskoti þetta væri.

Að lokum kvaddi hann og sagði mér að halda áfram lestrinum. Sér fyndist Ólafur Jóhann vera alveghreint frábær höfundur.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com