<$BlogRSDUrl$>

31 mars 2005


Ég er dálítið hugsi yfir síðustu fréttum af sölu Símans.

Svona segir til dæmis í Fréttablaðinu í dag: "Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra [svo] sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær."

Nú hef ég ekki mikið vit á stjórnmálum. Svo mér þætti ósköp vænt um ef einhver gæti útskýrt fyrir mér hvað í ósköpunum utanríkisráðherra er að vilja upp á dekk í sölumálum Símans. Heyrir þetta ekki undir viðskiptaráðherra? Af hverju situr hann ekki fundi um þetta? Af hverju mælir utanríkisráðherra fyrir þessum málum í fjölmiðlum? Og af hverju spyrja íslenskir fjölmiðlar hann ekki, með fullri virðingu, hvað þetta komi honum eiginlega við?

Ég bara skil þetta ekki.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com