<$BlogRSDUrl$>

24 mars 2005


Ég er búinn að vera djúpt hugsi yfir brandara sem ég heyrði í gær. Milli þess sem ég flissa eins og fáviti. Eru til metafýsískir brandarar? Ef svo, þá er þetta dæmi um hann:

Einu sinni var brandari.
Sem var að fara yfir götu.
Þá kom bíll og keyrði yfir hann.
Og þá var brandarinn búinn.


Þegar fjögurra ára dóttir mín sagði mér hann í gær, þá sagðist hún hafa búið hann til sjálf. Ég dró það stórlega í efa. En ef satt er, þá hlýtur hún að eiga bjarta framtíð fyrir sér í póststrúktúralískri textagreiningu.

Eða eitthvað.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com