<$BlogRSDUrl$>

10 mars 2005


Það er eitthvað ekki með felldu í kjallaranum okkar.

Fyrir nokkrum misserum var grafið upp úr kjallaranum í lengjunni og skólpið endurnýjað. Og sitthvað fleira. Nóg um það hér, ég bloggaði ábyggilega um það á sínum tíma.

Um daginn tókum við hjónin eftir raka í þvottahúsveggnum niðri við gólf á einum stað í kjallaranum. Síðan þá hefur verið brjáluð traffík í kjallarann hjá okkur, tryggingamenn og píparar að grafast (í orðsins fyllstu merkingu) fyrir um hvað sé eiginlega á seyði þarna (og við sem vorum nýbúin að flísaleggja það sem á að verða nýja baðherbergið í kjallaranum).

Lengi vel fannst ekkert - píparinn skildi ekkert í þessu. Svo var það nú í morgun að hann gróf niður á litla tjörn undir kjallaragólfinu okkar. Honum varð svo mikið um fundinn að hann kom hlaupandi upp stigann og hrópaði að frúnni þegar hann mætti henni (and I quote): "Það er eitthvað að! Það er eitthvað mikið að!"

Frúin var komin á fremsta hlunn með að spyrja hann: "Geturðu lagað það?" en sat á strák sínum.

Og þannig standa mál í augnablikinu.

P.S. Sennilega er þetta ekki fyndið nema fyrir þá sem horfa á RÚV fyrir allar aldir á laugardagsmorgnum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com