<$BlogRSDUrl$>

09 febrúar 2005


Vinnufélagi minn einn var að vafra um fasteignavef New York Times um daginn (ég spurði hann ekki af hverju), og rakst á fimmtíu fermetra CoOp-íbúð til sölu á besta stað á Manhattan. Á litlar þrjátíuogátta kúlur.

Ég flautaði.

En svo hugsaði ég mig um: þetta er í sjálfu sér ekki nema svona kannski rétt rúmlega þrefalt það fermetraverð sem er í gangi í Reykjavík í dag, allavega það sem viðgengst í "betri" hverfum bæjarins. Og ég er nú ekki meiri borgarrotta en svo að ég held að það sé nú eitthvað örlítið meira en þrisvar sinnum flottara að eiga heima á besta stað á Manhattan, heldur en á besta stað í hundraðogeinum.

Svo sennilega eru þetta bara kjarakaup, fyrir þá sem það hentar, og geta ofaníkaupið séð af fimmtíuþúsund á mánuði í hússjóð. Sjálfur segi ég pass, enda hæstánægður með að vera á leið uppí Grafarvoginn.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com