<$BlogRSDUrl$>

17 febrúar 2005


Við hjónin hittum í gærkvöldi, ásamt með fleirum, gamlan og góðan vin sem við höfðum ekki séð lengi. Ég skrifa meira um þetta þegar betur stendur á, til dæmis á morgun, en þangað til er hérna textinn að lagi sem ég raulaði í gærkvöldi, með þessum gamla vini og þremur öðrum, í fyrsta skipti í fjöldamörg ár:

Við syngjum yfirleitt um djúpa ást
Alsæluna þá sem aldrei brást
Oftast milli manns
Og meyjar sem er hans
Fátt er yndislegra við að fást (er við að fááást)...

En til er ástúð gulli betri, kenndin sú er góð,
Nú göfgan syngjum móður-ástaróð (móður-ástaróóóð):

Aldrei grýta hnífum í þá gömlu
Það gæti hennar ævi stytt úr hömlu
Og ekki skjóta hana á
Eða beinin brjóta smá
Eða hárið skera af og skinnið flá.

Það er rangt að rífa út hennar iður
Sú ráðagerð er ekki góður siður.
Það sleppur hana að slá,
-Slíkt kann væntumþykju að tjá
En bannað er að búta hana niður.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com