<$BlogRSDUrl$>

01 febrúar 2005


Stóru atburðirnir já. Það vill nefnilega svo til að meðan ég lá í flensunni, þá stóðum við hjónin í fasteignaviðskiptum. Seldum ofan af okkur og keyptum uppi í Grafarvogi. Á mánudeginum áður en ég lagðist (en þegar ég fann á mér að það var að byrja) fórum við og skoðuðum þessa fínu blokkaríbúð í Víkurhverfinu. Og leist strax mjög vel á. Frúin fór aftur og skoðaði með tengdapabba. Svo skrifaði ég uppá framsal þegar ég var í hvað mestu óráði: Konan mín hefur umboð mitt til að gera hvað sem hún vill. Svo hún fór og gerði tilboð í okkar nafni. Sem var tekið, með ýmsum lagfæringum. Þetta gerðist á fimm dögum. Sem við áttum eftir að uppgötva að er langur tími í fasteignaviðskiptum í dag.

Á föstudagsmorguninn var fór íbúðin okkar á sölu. Í lok dags höfðu sjö "aðiljar" komið að skoða, og þar af tveir gert tilboð. Hún var seld fyrir hádegi á laugardegi.

Já, þetta gengur hratt fyrir sig.

Annars er ég allur að skríða saman, þótt ég sé stíflaðri en Blanda og mælist enn með einhverjar kommur þegar ég skríð uppí rúm á kvöldin.

Þetta kemur allt saman, þetta kemur.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com