<$BlogRSDUrl$>

23 febrúar 2005


Look at the morning people
Going to work and fading away...

High með The Blue Nile er ágætur diskur. Kannski ekki þeirra besti, að vísu. Og kannski frekar þvert á móti, þeirra lakasti til þessa. En hvað segir maður við Leónardó þegar hann sýnir manni nýjustu myndina sína á eftir Mónu Lísu? Eða við Einar Má þegar hann kemur með nýja bók til að fylgja eftir Englunum og ættarsögutrílógíunni sinni?

"Veistu, sko, þetta er mjög flott hjá þér, en þú ert nú samt ekki alveg að ná að toppa þig, hérna, er það nokkuð?"

Þetta er góður diskur. Þeir eru góðir, strákarnir. Ég er að hlusta á þá núna. Ég sakna hvað helst lags númer tvö á B-hlið. En þess fyrir utan er hann allt sem ég vonaðist eftir, eftir átta ára bið frá því síðast.
Og þar áður.
Og þar næst á undan.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com