<$BlogRSDUrl$>

24 febrúar 2005


Kattarskömmin er horfin eina ferðina enn. Við höfum hvorki séð af henni tangur né tetur síðan á sunnudag.

Í hvert einasta skipti sem þetta gerist hugsar maður jæja, nú sjáum við hana aldrei aftur. Og þá skilar hún sér vanalega daginn eftir.

Sjáum til hvort svo fari núna. Sjálfur er ég ekkert alltof viss.

Sem minnir mig á að einhver var að segja mér um daginn af kettlingafullri læðu sem þyrfti að koma af sér ungum úr goti í maí eða júní, rétt eftir að við verðum flutt á nýja staðinn. Ég man bara ómögulega hver það var.

Hver var þetta nú aftur?

Ó, minni!
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com