<$BlogRSDUrl$>

04 febrúar 2005


Hélt mig heimavið síðustu tvo daga í von um að ná að hrista þetta endanlega af mér. Sveimérþá ef það tókst ekki.

Um hvað er annars hægt að tala? Sjónvarp? Reynum það.

Við hjónin gerðum þau afdrifaríku mistök að horfa á breska læknaþáttinn eftir tíufréttirnar í gærkveldi. Mannamein. Mistök segi ég, því nú er maður tilneyddur að fylgjast með seríunni til enda - þetta eru hættulega ávanabindandi þættir. Undirferli, framhjáhald, læknamistök og baktjaldamakk. Undir samfarasenunni sýttum við það að bandaríska bráðavaktargengið væri alltof teprulegt til að segja frá eins og bresku starfssystkinin.

Og þá fór ég allt í einu að hugsa um Bollywood. Ætli feimnin í frásagnarmátanum þar sé einskorðuð við kossa? Eða ætli hún eigi líka við blóð og líkamsmeiðingar? Þá þætti mér athyglisvert að sjá þátt úr indverskri læknaseríu: Fertugu fórnarlambi úr bílslysi er skellt inn á skurðstofu, læknirinn biður um hníf númer fjögur og skipar fyrir um barkaþræðingu, og svo fara allir að syngja og dansa.

Það gæti verið gaman að horfa á.

Svo var ég að hugsa um að skrifa eitthvað um ædolið - við erum víst sek um að hafa horft á það frá upphafi Vetrargarðsþáttanna. En ekki núna.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com