<$BlogRSDUrl$>

22 febrúar 2005


Hjáh, pfúff, afsakið þetta.

Ég hef verið vakinn og sofinn það sem af er viku að undirbúa kynningu í vinnunni sem ég var með áðan. Ég skar óþarfa eins og blogg við nögl og var að lokum á fótum til að ganga þrjú í nótt sem leið við að ganga frá þessu - ég vildi vera viss um að vel til tækist, þar sem mér finnst sem ég hafi þjáðst óhóflega af gys- og klaufaveiki (foot-in-mouth disease) á þeim fundum sem ég hef tekið þátt í upp á síðkastið.

Enda fór þetta allt saman ljómandi vel.

Hádegismaturinn á sunnudaginn tókst ljómandi vel líka. Gunnararnir mættu með fjölskyldurnar (Karen er orðin býsna framsett af tvíburunum) upp úr tólf og Eddi og P.J dröttuðust skelþunnir og illa sofnir innum gættina hálftíma síðar. Mjólkurgrautur, súrmatur, flatbrauð, kaffi og pönnukökur. Góður sunnudagur.

Við tókum Wicker Park á stafræmu á laugardagskvöldið. Hún var öðruvísi en ég bjóst við, meiri rómans og minni erótískur spennutryllingur, en þó ágæt. Alveg hreint ágæt.

Og þar hafiði það.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com