<$BlogRSDUrl$>

10 febrúar 2005


Googlewhackblatt er skemmtilegt hugtak, og stendur fyrir þau orð sem gefa eina og nákvæmlega eina leitarniðurstöðu þegar maður gúglar. Ég hef vitað af þessu fyrirbæri í nokkurn tíma núna, og taldi víst að slík orð væru vandfundin. En svo ákvað ég að gera nokkrar tilraunir, og innan fimm mínútna var ég strax kominn með eitt. Vandamálið við að finna Googlewhackblatt er náttúrulega ekki síður að ef það er tilkynnt á síðu sem tengd er Google-maskínunni, þá hættir orðið um leið að vera Googlewhackblatt, þar sem innan skamms eru þá komnar tvær leitarniðurstöður. Svo ég ætla að prófa að tilkynna fundinn svona, með bilum á milli:

h - y - p - o - e - r - g - o - n - o - m - i - c

Ef ergónómíugúrúinn í Íþöku (eða nokkur annar) getur útskýrt fyrir mér hvað þetta þýðir, þá væri ég afspyrnu þakklátur.
(breytt 15. febrúar Hr. Pez)
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com