<$BlogRSDUrl$>

25 febrúar 2005


Ein stelpan í vinnunni minni lítur nákvæmlega eins út og Birgittu Haukdal dúkkan (eða Rut Reginalds dúkkan, einsog einhver vildi meina). Ég var bara að átta mig á þessu. Skrítið, þar sem dúkkan kom á markað fyrir þremur mánuðum. Ég var næstum búinn að gleyma henni.

Þetta er, að ég held, ágætis stelpa; ég kenndi henni lífmælingar fyrir mörgum mörgum árum. Eins og nokkrum öðrum hér innan veggja (og utan). Og blessunarlega er hún heldur fagurlegar sköpuð en dúkkan, þrátt fyrir líkindin.

Talandi um það, þá held ég að þjóðin eigi eftir að taka hann Kidda Jóa Konn í sátt aftur, eftir fíaskóin hans fyrir síðustu jól. Hann á eftir að verða elskaður á ný, sanniði til. Ég held að það séu ekki nema svona fimm til tíu ár í það.

Já, ég held ég spái því bara.

Ég spái því.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com