<$BlogRSDUrl$>

14 febrúar 2005


Í dag er góður dagur. Þeir sem vilja lesa eintómt svartagallsraus og mánudagsleiðindi geta gjört svo vel að hundskast eikkurt annað.

Ég er nýr maður. Ég byrjaði daginn á því að raka af mér munnkragann sem safnast hafði framan í mig síðasta mánuðinn. Og er svo sætur og krúttlegur fyrir vikið.

Ég er ekki alveg nógu gamall fyrir þetta ennþá.

Annars komu Ljúfan og Leibbalingur í ánægjulega heimsókn á föstudagskvöldið: járnbrautarslys og Íslensku Íðilkeppnina. Á laugardeginum voru stórtónleikarnir. Það var mikill taugatitringur á þeim fyrri, en þeir sluppu þó til. Á þeim seinni small allt og þeir urðu algjört dúndur, eins og vonir stóðu til. Mogginn mætti á þá fyrri en Víðsjá á þá seinni, svo ég mun sniðganga Morgunblaðið í vikunni en hlusta af athygli á Víðsjá á eftir.

Í gær fórum við feðgin í bíó, á stórmyndina Fríllinn. Í þetta sinn tókst mér að halda aftur af tárunum, ólíkt því þegar við fórum saman á Stórmynd Grísla þarna um árið. Um kvöldið kom Magnús í heimsókn, og snæddi með okkur kjúklingauppskrift.

En myndin var ágæt. Það er eitthvað við Bangsímon sem veldur því (ef maður sé í réttum félagsskap) að maður verður aftur barn við að horfa á hann. Það er yndisleg tilfinning, ef maður leyfir sér að njóta hennar.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com