<$BlogRSDUrl$>

05 janúar 2005


Veikindi á heimilinu enn og aftur: báðar stelpurnar heima í dag (bara sú eldri í gær og fyrradag). Það er samt ekki að sjá á þeim; þær kenna sér einskis meins, vill bara svo til að þær eru með 38° hita. Ég var heima með þeim yfir miðjan daginn og fylltist grunsemdum um að hitamælirinn væri eitthvað bilaður - þær voru svo fjallhressar og fínar. Ekki minnkuðu grunsemdirnar þegar hann mældi mig sjálfan með 38.0°C sömuleiðis. Þó sannfærði ég mig fyrir rest um að mælirinn væri réttur og klínískt séð ætti ég að vera veikur, samkvæmt honum.

Svo kom frúin heim og við skiptum: ég fór aftur í vinnuna, og hér er ég nú, fjallhress og fínn. Frúin reyndi að leggja mig í bólið áður en ég fór, en ég streittist við.

Ég kenni mér nefnilega einskis meins, vill bara svo til að ég er með 38° hita. Furðulegt apparat þessi líkami maður.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com