<$BlogRSDUrl$>

13 janúar 2005


Jæja, þá er rokkið nánast horfið af öldum ljósvakans.

Í árdaga hrósaði ég Skonrokki. Festi það í minnið á útvarpinu í bílnum. Svo fór sjarminn smám saman af því að hlusta á sveitt typpafýlurokk æsku minnar. Eftir nokkra mánuði fleygði ég því úr minninu og setti X-ið í staðinn, eins og verið hafði áður. Þar var oft hægt að hlusta á tvö, þrjú lög í röð áður en brast á með einhverju steingeldu njú-metal.

Nú er svo komið að framsæknasta tónlistarstöðin í íslensku útvarpi er Rás 1.

Já. Rás eitt.

Hlaupanótan (mánudaga til fimmtudaga milli fjögur- og fimmfrétta) er orðinn einn af mínum uppáhaldsútvarpsþáttum. Þar er spiluð flottasta tónlistin í íslensku útvarpi í dag. Í gær var leikið úr verkinu Rhythm Science eftir DJ Spooky, og John Zorn tróð upp með alternative-klezmer hljómsveit sinni Masada. Í dag fær Hlaupanótan í heimsókn ekki ómerkara kollektíf en Stilluppsteypu, þar sem leikin verða lög af nýjustu afurð sveitarinnar. Ég ætla að hlusta.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com