<$BlogRSDUrl$>

09 janúar 2005


Já það þurfti hvorki meira né minna en starfsmann alþingis til að ráða gátuna: Viskí er dregið af forna skosk-gelíska orðinu "uisge beatha," sem útleggst sem "vatn lífsins," eða "aqua vitae" á latínu. Ákavíti. Eins og það sem kemur til okkar frá Álaborg.

Verðlaunadiskurinn er hvorki meira né minna en Hjörturinn skiptir um dvalarstað, þar sem Rússíbanarnir, Diddú, Jóel Páls, Sigrún Eðvalds og kammerkórinn Vox Academica flytja tónlist Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar við ljóð Ísaks Harðarsonar. Þessi diskur er svo sannarlega ekkert slor, enda tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2004.

Ef sigurvegarinn er af einhverjum ástæðum ekki sáttur við verðlaunin, þá getur hann skipt honum út fyrir hvað sem er úr eftirfarandi safni:

Where you been með bandarísku gítarrokksveitinni Dinosaur Jr.
Songs of Africa (& other favourites) með suður-afríska piltakórnum Kearsney College Choir (sem vann Ólympíumótið í kórsöng í Brimaborg sumarið 2004, í flutningi á þjóðlegri tónlist).
Engelbert Humperdinck & The Royal Philharmonic Orchestra: Live at The Royal Albert Hall.
Leningrad Cowboys: Live in Prowinzz.
Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky, í flutningi evrópsku fílharmóníuhljómsveitarinnar.
No turning back með gulldrengnum Páli Rósinkrans.
In Gorbachev we trust með stuðboltunum í The Shamen.
The best of Sixties (það vill segja hljómsveitin, ekki áratugurinn).

Allt klassískir hágæðadiskar líka, eins og gefur að skilja. Hver á sinn hátt. Ég var með tvo diska í viðbót í bakhöndinni, en þeir eiga ekki skilið að vera nefndir í sömu andrá og þeir sem ég rakti hér að ofan.

Svo er ég að hugsa um að veita konu að nafni Erna Erlings aukaverðlaun fyrir besta giskið. Hún getur valið sér disk að eigin vali af listanum að ofan, no strings attached (eða tvo, ef hún vill fórna Hirtinum).

Erna, láttu mig vita, annað hvort í kommentum eða tölvupósti. Hægt er að ná í mig sem hjorvar hjá decode punktur is. Svo sendi ég þetta um hæl.

Ef einhverja fleiri langar í Hjörtinn, þá væri mér sönn ánægja að skaffa hann á mjög góðum kjörum.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com