<$BlogRSDUrl$>

03 janúar 2005


Hvað er þetta maður.

Áramótin voru ánægjuleg, og var fagnað með hefðbundnu sniði. Þótt þeim væri fagnað úti á landi (les: Grafarvogi) þá gistum við ekki nema eina nótt í þetta skiptið. Persónulega fannst mér ekki hvað síst gaman að bondast við mág minn yfir konjakki, bjór og kúbönskum vindli fram á fjórða tímann á nýársmorgun. Eftir að allir aðrir voru farnir að sofa og við búnir að fá nóg af Robba Villjamms, þá renndum við okkur í vínýlsafnið og hlustuðum á Blow Monkeys og Style Council. Svo fann ég Giant Steps með Boo Radleys í geisladiskarekkanum og tók af máginum loforð um það að hann skyldi kynna sér það meistaraverk ögn betur þegar af honum rynni.

Jól og áramót annars tíðindalítil. Tölvert spilað í Vættaborgunum yfir hátíðirnar.

Heitstrengingar síðustu áramóta tókust alveg sæmilega, annað árið í röð. Svo ég prófa þetta einu sinni enn. En læt ekkert uppi - þetta er bara fyrir sjálfan mig.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com