<$BlogRSDUrl$>

20 desember 2004


Tröll hirði allt jólastress.

Við gerðum hreint hátt og lágt í gær. Skrifuðum síðustu jólakortin í gærkvöldi (fyrir utan kannski eitt eða tvö). Jólatré höggvið uppi í Hvalfirði á laugardaginn var, sem bíður nú úti á palli eftir að vera dregið inn á Þollák. Allar jólagjafir löngu komnar á þurrt (eða það er allavega flokkslínan). Ég er búinn að skrifa upp innkaupalistann fyrir saltfiskveisluna á Þorláksmessukvöld.

Við höfum skapað okkur þá hefð að bjóða tengdafjölskyldunni í mat á Þorláksmessukvöld. Ég elda saltfisk og gellur (þau stræka því miður á skötuna). Þó er möguleiki í stöðunni að núna skipti ég gellunum út fyrir eitthvað annað. Ef einhver á skemmtilega og framandi fiskiuppskrift sem hægt er að hafa í forrétt á undan saltfiski má láta mig vita. Tengdaslektið er opið fyrir öllu nema skötu.

Ég hef litlar áhyggjur: Skötuna fæ ég í vinnunni. Nema öllum verði gefið frí á Þollák vegna þess hvað jólahelgin er ónýt. Það er ólíklegt, en þó ekki alveg útilokað. Og þá verður tekist á við það er þar að kemur.

Sko mig: ég hef meiri áhyggjur af Þorláksmessu en jólunum sjálfum. Hátíð út af fyrir sig.

Þorláksmessustress, anyone?
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com