<$BlogRSDUrl$>

02 desember 2004


Synd að hafa misst af honum Kidda Konn í Kastljósinu í gærkveldi. Það virðist sem þetta hafi verið heljarinnar mikil skemmtun og stjörnuhrap ársins. En stelpurnar mínar urðu jú að fá að horfa á jóladagatalið á Stöð 2.

Og eins og það væri ekki nóg að missa af Kristjáni, þá missti ég líka af frumraun Læðunnar í Íslandi í dag. Ég hef ekki séð nokkurn mann minnast á það einu orði hvernig gekk, sem getur varla þýtt annað en það að hún hafi staðið sig með stakri prýði. Eins og við var að búast.

Svo ætla ég að tilkynna hér og nú að eftir rétta viku mun ég planta hérna stærri færslu en gengur og gerist á þessum vettvangi (bæði í orðafjölda og inntaki). Þetta verða þankar sem hafa verið að brjótast um í mér allt frá upphafi árs. Það má kannski líta á það sem einhvers konar jólahugvekju.

Meira um það síðar.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com