<$BlogRSDUrl$>

01 desember 2004


Sit hér í vinnunni og gæði mér á leifunum af Fullveldiskökunni sem étin var á deildarfundi, í tilefni af því að "today marks the 86th anniversary of Iceland breaking away from the Evil Tyranny of the Danes," eins og það var orðað í fundarboðinu. Deildarstjórinn stakk uppá að við fórnuðum Dana í tilefni dagsins, og hlaut góðar undirtektir. Allavega betri en þær sem komu við hugmynd klóks óvildarmanns míns að ég syngi íslenska þjóðsönginn undir borðum fyrir vinnufélagana.

Annað í fréttum er helst að sú yngri hóf aðlögun á leikskóla í dag, og gekk ágætlega, að mér skilst.

Já og kakan bragðast alveghreint ágætlega, takk fyrir. Þjóðlegt bragð í hverjum bita.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com