<$BlogRSDUrl$>

03 desember 2004


Ég vil taka fram að mér finnst Chris Cooper alveg hreint ágætur leikari. Ekkert út af neinu sérstöku, nema kannski af því að ég hlakka til að sjá hann emúlera Döbbía í Silfurborg, nýjustu mynd John Sayles, og víst ágætlega lukkaðri. Verkum Sayles kynntist ég fyrst er ég sá Einstirnið fyrir allnokkrum árum. Sú hefur æ síðan verið í hópi minna uppáhalds, og ég hef gripið hvert tækifæri í boði til að sjá hana aftur. Annars hef ég séð færri myndir eftir kauða en mig hefur langað. Ég sá Limbó einhvern tíma fyrir margt löngu, og þótti ágæt. Töff endir.

Sveimérþá ef það er bara ekki upptalið.

Svo á ég enn eftir að komast yfir DVD-ið með sjónvarpsþáttunum Limbó. En það er nú önnur saga.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com