<$BlogRSDUrl$>

07 desember 2004


Ég var að koma af mjög mikilvægum fundi. Og ég held að hann hafi bara gengið ágætlega. Og nú minnist ég ekki orði á það frekar, nema mig langi til.

Annars má nefna að kórinn minn mun syngja sína árlegu jólasöngva á laugardaginn kemur, 11. desember klukkan fimm, í Háteigskirkju. Þetta verður hefðbundið og hátíðlegt, en þó afslappað prógramm. Hinn sanni andi jólanna í fyrirrúmi. Þúsundkall í forsölu.

Sú yngri kvaddi dagmömmuna í síðasta sinn í gær. Nú er hún komin í nánast fulla vistun á leikskóla með stóru systur, og gengur vonum framar.

Að lokum vil ég benda á að þríleikur Roberts Antons Wilsonar um kött Schrödingers er besta bók í heimi af þeim sem ekki er venjan að tína til þegar taldar eru upp bestu bækur í heimi. Ég las hana fyrst fyrir um það bil tíu árum, og segi fullum fetum:

Þetta er bókin sem breytti lífi mínu.

Ég er að rifja hana upp núna, og nýt hennar jafnvel enn betur en í fyrra skiptið.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com