<$BlogRSDUrl$>

30 nóvember 2004


Sit hér heima yfir veikri dóttur minni (nja eða svona: hún er reyndar öll að koma til) og pikka sitthvað fyrir sjálfan mig og horfi á Robbie Williams í imbanum með öðru auganu. Og ég átta mig skyndilega á því að Robbi strákurinn á sér íslenskan tvífara í rithöfundinum Stefáni Mána. Af hverju hef ég aldrei tekið eftir þessu áður? Eða nokkur annar, ef út í það er farið?

Aldrei hef ég getað látið hann Robba fara í taugarnar á mér - eins og það leynir sér lítt að hann er algjör durgur þá er það bara einhvern veginn alltof krúttlegt eins og hann gerir það. En mikið lifandis skelfingar ósköp misþyrmdi hann Freedom illilega þarna um árið.

Eitthvað um heimsmálin og ástandið í þjóðfélaginu í dag? Hneih. Hverjum er ekki sama.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com