<$BlogRSDUrl$>

08 nóvember 2004


Páerlönsjið með Sjálfhælnum já. Það var skemmtilegt. Við ræddum jólabókaflóðið. Hvernig gengi að samræma þessa bévuðu skriftabakteríu daglega lífinu. Við töluðum vel um Gyrði Elíasson og Þórarin Eldjárn. Og illa. Og spjölluðum lauslega um sögu sem ég sýndi honum, eins og komið hefur fram annarsstaðar.

Rétt er að taka fram að hann hældi sjálfum sér harla lítið, ekki neitt. Við ræddum varla nokkuð um hann yfir höfuð. En tölvert mikið um mig. Enda grobbaði ég mig vitaskuld sjálfur eftir fremsta megni. Aðallega af því hvað ég skrifaði lítið. Og þekkti mikið af frægu fólki.

Á leiðinni út flettum við nokkrum jólabókum. Sjálfhællinn velti fyrir sér hvort prentunin hefði misfarist svona herfilega á nýju bókinni hans Þorsteins Guðmundssonar. Ég taldi honum trú um að þetta ætti bara að vera svona, þetta hlyti að vera partur af gríninu. En ég veit það ekki. Sennilega þarf maður bara að lesa bókina til að fatta djókið. Við hrósuðum úrvalinu af klámi í efstu hillunni á blaðarekkanum. Og skömmuðumst yfir því hvað aðgengið að klámi fyrir fatlaða væri erfitt í M&M. Svo hélt dagurinn áfram.

Það var annars voðaleg fart á manni þessa helgina finnst mér. Góðu fréttirnar þær að konan mín er komin heim aftur - við fórum og sóttum hana um kaffileytið í gær. Vondu fréttirnar þær hvað ég sé fram á að sjá hana lítið þessa vikuna - það er álagspunktur í vinnunni hjá mér. Og hún vinnur jú tölvert sjálf líka.

Ég velti stundum fyrir mér hvort ég eyði nægum tíma með börnunum mínum. Sennilega ekki - fyrst mér finnst ég þurfa að velta því fyrir mér. En svo þarf ég náttúrulega alltaf að fara í vinnuna svo ég hugsa þetta aldrei neitt lengra.
by Hr. Pez

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting by HaloScan.com